Ö3 námskeið á Aðaldalsflugvelli

Dagana 14 og 15 sept næstkomandi verða haldin Ö3 námskeið á Aðaldalsflugvelli, hvert námskeið tekur yfir einn dag.Aðilar sem taka ökupróf í dag þurfa að hafa tekið Ö3 námskeið til að fá að taka verklegt próf.

Aðgangur ökukennara

Á fjarnámsvef Ökuskóla Ekils geta ökukennarar fengið aðgang að stuttum myndböndum til að kynna sér fjarnámið. Ökukennarar geta óskað eftir aðgangi að þessum myndböndum sem sýna hvernig fjarnámskerfið virkar.

Aukin ökuréttindi

Ágætis aðsókn var á síðasta meiraprófsnámskeið, 12 þátttakendur sóttu námskeiðið.Skráning á næstu meiraprófs- og vinnuvélanámskeið standa yfir. Senda má inn skráningu og fyrirspurn  hér .

Bifhjólanámskeið

Þessa dagana eru þeir sem hafa ekki nú þegar bifhjólaréttindi farnir að hugsa til þess að taka þau ökuréttindi.Hjá Ekil ökuskóla er hægt að taka bóklegt námskeið fyrir bifhjólaréttindi á netinu, námskeiðinu á netinu hefur verið mjög vel tekið síðustu ár og skipta orðið hundruðum aðila sem hafa tekið bóklegt námskeið fyrir bifhjól í fjarnámi hjá Ekil.

Harkaranámskeið 23 og 24 mars

Þá er komin tímasetning á svokallað Harkaranámskeið sem er fyrir þá aðila sem vilja geta leyst leigubílstjóra af.Námskeiðið mun standa yfir í tvo daga og byrjar miðvikudaginn 23 mars klukkan 09 og stendur til klukkan 16 eða 17 eftir því hvernig sækist.

Vinnuvélanámskeið 25 mars

Þá er komin dagsetning á næsta vinnuvélanámskeið.Námskeiðið hefst Föstudaginn 25 mars klukkan 17:30 og verður haldið í húsnæði Ekils að Goðanesi 8-10 á Akureyri.

Leigubílaréttindi, harkaranámskeið!

Í mars er stefnt að því að halda svokallað Harkaranámskeið.Það námskeið þurfa þeir að hafa sem ætla sér að geta starfað sem afleysingaleigubílstjórar.Áhugasamir skrái sig í síma 4617800 / 8945987 eða á tölvupóst  ekill@ekill.

Meirapróf í febrúar

Jæja hvað segir fólkið, á ekki að skella sér á námskeið og verða sér út um frekari ökuréttindi? Hvernig væri að ná sér í réttindi á pallbíl, rútu eða vörubíl eða jafnvel leigubíl? Námskeið til aukina ökuréttinda byrjar 8 febrúar klukkan 17:30 hjá Ekil.

Gleðilegt ár

Ekill ökuskóli sendir viðskiptavinum sínum og ökukennurum um land allt óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða.  Nýtt ár hjá Ekil byrjar með nýuppfærðum og endurbættum fjarnámsvef á námskeiðum fyrir almenn ökuréttindi og ökuréttindum á bifhjól.

Bifhjólaleiga

Ekill stofnar bifhjólaleigu.Ekill hefur fengið leyfi til reksturs bílaleigu í þeim tilgangi að leigja út bifhjól.Hægt verður er að taka á leigu bifhjól til lengri eða skemmri tíma þá er stefnt að því að bjóða upp á hjólaferðir um Norðurland á komandi árum.