02.02.2010
Það styttist í vorið og þá verða fákar götunnar teknir fram.Þeir sem ekki hafa ökuréttindi á bifhjól
nú þegar geta bætt úr því og farið að undirbúa sig fyrir vorið.
28.01.2010
Námskeið til aukina ökuréttinda byrjar 17 febrúar.Ef þú vilt fá ökuréttindin fyrir vorið þá kemur
þú á námskeið hjá Ekli. Segja frá á Facebook.
14.01.2010
Um næstkomandi mánaðarmót er reiknað með að um einhverjar verðhækkanir verði á ökunámi hjá Ekli
ökuskóla. Reynt verður eftir því sem kostur er að halda þeim hækkunum í lágmarki.
07.01.2010
Ekill ökuskóli í samstarfi við Nýja Ökuskólann heldur vinnuvélanámskeið sem mun byrja um mánaðarmót janúar
/ febrúar ef næg þátttaka fæst.... .
11.12.2009
Í dag 11.des.2009 var breyting á reglugerð um löggildingu ökukennara og starfsleyfi fyrir ökuskóla birt á vef
stjórnartíðinda. Þar kemur fram að heimilt er að bjóða upp á bóklegt ökunám í fjarnámi fyrir
réttindaflokka A og B.
07.12.2009
Þeir ökunemar sem hefja ökunám frá og með næstu áramótum 2009/2010 þurfa á ökunámsferli sínum að fara
í gegnum kennslu á svo kölluðum Skidcar.
Sjá fleiri myndir í myndasafni.
29.11.2009
Vinnuvélanámskeið verður haldið í janúar 2010 í samvinnu við Nýja ökuskólann. Á síðasta
vinnuvélanámskeiði var þátttaka góð og nemendur almennt ánægðir með kennslu.
25.11.2009
Ekill ökuskóli hefur síðan 2004 unnið að bóklegu ökunámi í fjarnámi.Sú vinna hefur tekið langan tíma ef litið er
til þess að bóklegt nám í fjarnámi er orðið viðurkennd námsleið í bóklegu námi.