Bílpróf námskeið á netinu

Snemma á þessu ári var námskeið Ö2 í fjarnámi hjá Ekli ökuskóla viðurkennt af Umferðarstofu.  Bóklegt námskeið til almennra ökuréttinda í fjarnámi hefur verið vel tekið af okkar viðskiptavinum og fer þeim stöðugt fjölgandi sem finnst þægilegt að taka bóklega námskeiðið á netinu.

Meiraprófsnámskeið

Eftir gott og annasamt sumar á bifhjólanámskeiðum er undirbúningur fyrir námskeið aukina ökuréttindi og vinnuvélaréttindi hafin.  Eigendur felli- og hjólhýsa sem hafa aðeins B ökuréttindi eru hvattir til að kynna sér heildarþyngd vagna sinna og kynna sér í framhaldi að því hvort þeir hafi réttindi til að draga vagninn.

Bifhjólakennsla

Lærðu á bifhjól hjá þeim sem stunda sjálfir sportið.  Myndir þú læra á bíl hjá ökukennara sem keyrði lítið sem ekkert bíl sjálfur? Grétar Viðarsson ökukennari og eigandi Ekils ökuskóla hefur stundað bifhjólaakstur í mörg ár og raunar frá unglingsaldri og hefur mikinn áhuga á öllum ökutækjum.

Viðhald bifhjóla

Af sérstökum ástæðum verður ekki af áður auglýstu námskeiði þar sem Stefán Finnbogason ætlaði að leiðbeina um viðhald bifhjóla, eða að eftirlita bifhjólið sitt væri kanski réttara að kalla það.

Skyndihjálp bifhjólaslysa

Nú í þessum skrifuðu orðum stendur námskeið í fyrstuhjálp bifhjólaslysa yfir.Jón Knutsen er að miðla visku sinni og þekkingu,  sem er mikil á þessu sviði.Mæting fór framar vonum, reyndar svo mikil að húsnæði Ekils ökuskóla var sprengt.

Skyndihjálp bifhjólaslysa

Þegar þetta er skrifað stendur yfir námskeið í skyndihjálp bifhjólaslysa.Jón Knutsen er í þessum skrifuðu orðum að deila kunnáttu sinni og visku um viðbrögð bifhjólaslysa, þar er hann á heimavelli.

Námskeið í fyrstuhjálp bifhjólaslysa

Námskeið í fyrstuhjálp bifhjólaslysa sem Jón Knutsen skyndihjálparkennari sér um verður haldið í húsnæði Ekils ökuskóla miðvikudaginn 26 maí klukkan 19:30.Bifhjólafólk er kvatt til að mæta.

Bifhjól, slys

Fyrirhugað er að halda námskeið í skyndihjálp fyrir bifhjólafólk, aðrir eru vissulega velkomnir.  Á námskeiðinu kennir Jón Knutsen sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliðinu á Akureyri.

Mótorhjól

Eftir miðjan maí verður Stefán Finnbogason í samstarfi við Ekil ökuskóla með leiðsögn um viðhald bifhjóla.... Segja frá á Facebook           .

Ö2 námskeið viðurkennt af Umferðarstofu

Í dag varð tímamótadagur í starfi ökuskóla Ekils þar sem að Umferðarstofa heimilaði Ö2 námskeið í fjarnámi fyrir bílpróf. Segja frá á Facebook           .